31.12.04
Gleðilegt nýtt ár.
Ég tel að ársins 2004 verði minnst fyrir það að hafa verið árið á eftir 2003 og á undan 2005.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 13:46
24.12.04
Gleðileg jól og jafnvel farsælt komandi ár.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 13:50
Hef ekkert bloggað frá próf lokum sökum anna en aðalega þó leti. Af sömu ástæðu sendi ég engin jólkort í ár svo þið verðið bara að sætta ykkur við tilgerðarlega jólakveðju á bloggsíðunni minni.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 13:43
19.12.04
Augusto Pinochet virðist hafa einhverja þá áhugaverðustu líkamstarfsemi sem ég man eftir.
A.m.k. man ég ekki eftir neinum öðrum sem hefur heilsufarið sitt beintengt við væntanleg réttarhöld yfir sér. Fyrst fékk hann "spænsku veikina", svo eitthvað í Chile og núna aftur.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 02:14
17.12.04
Er það bara mér sem dettur alltaf í þessi í hug þegar ég les um Lord Vetinari.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 14:40
16.12.04
Jæja... langar mann að vera gera eitthvað annað en að læra? Já.
Ég hefði ekkert á móti því að vera búinn í prófum. Versti partur hvers árs er þegar ég þarf að læra fyrir jólapróf. Það er dimmt, allir aðrir að gera eitthvað skemmtilegra og lang mesta stresslesningin.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 17:42
15.12.04
Bobby Fischer bara á leiðinni á klakann.
Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skrambi nett hjá honum Dabba. Veit aftur á móti ekki hversu góð hugmynd þetta er... þar sem maðurinn er nú alveg hressilega snar.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 18:30
Foreldranir eiga 25 ára brúðkaupsafmæli í dag. Það verður að teljast vel af sér vikið á þessum síðustu og verstu. Til hamingju með daginn, mamma og pabbi.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 15:15
14.12.04
Hérna eru topp tíu bækurnar í ár skv. New York Times Book Review. Ég set þetta eiginlega meira handa mér heldur en ykkur, en þið megið alveg kíkja.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 01:00
12.12.04
Vá hvað ég mundi ekki gera fyrir einn aukadag fyrir þetta blessaða Réttarfarspróf. Hverjum dettur svo annars í hug að troða saklausum laganemum í próf í VR-II? Vita menn ekki að það er musteri illskunar.
Og hvað er þetta svo með ofbeldisverk og "næturlífið" í úthverfabæjunum. Fyrst axarárás á A. Hansen og svo morð í Mosfelsbæ.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 18:28
10.12.04
Í dag er víst alþjóðlegi mannréttindagurinn, hann er skemmtilega tímasettur í miðjum prófum.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 13:38
9.12.04
Datt í hug að benda á þessa grein New York Times um vetrarþunglyndi á Íslandi. Hef ekkert séð minnst á hana annars staðar og hún er ekkert voðalega merkileg... svona svipað raus og venjulega.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 13:45
Undarlegur dagur.
Fyrst var kröfuréttarpróf, þar sem ég er ekki alveg viss hvernig mér gekk í. Hélt að ég hefði efnið aðeins betur á hreinu en ruglaði sjálfan mig fram og til baka í prófinu. Hlýtur þó að hafast þokkalega.
Svo fór ég að horfa á Jóa Run vitna í A. Hansen málinu (Axarmálinu) í Héraðsdóm Reykjaness. Nokkuð áhugavert.
Svo horfði ég á Liverpool tryggja sér miða í sextán liða úrslit Meistarkeppninar í alveg ótrúlegum leik. Var í góðum félagsskap Óla Njáls og félaga.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 01:04
7.12.04
Síðasti dagur fyrir próf er alltaf hálf súr.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 13:27
6.12.04
Pabbi átti annars afmæli í dag (5. des þ.e.). Hann er núna orðinn 49 og er því að nálgast það að verða hundgamall.
Til hamingju með daginn Pabbi.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 01:35
Var að sjá tilnefningarnar til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þetta er eitthvað voðalega flatt svona fljótt á litið. Gaman að sjá Sögu Íslands þarna, en þetta er allt saman fremur kunnulegt.
Kakó og kleinu bragur yfir þessu að mínu mati.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 01:24
4.12.04
Eric-Emmanuel Schmitt, Kurt Vonnegut, Terry Pratchett, William Heinesen, Graham Greene, Guðbergur Bergsson, Paul Auster, Chris Ware, Salman Rushdie, Bob Dylan (vonandi) og svo framvegis....
vá hvað ég get ekki beðið eftir því að klára þessi próf svo ég geti lesið eitthvað skemmtilegra. Maður er búinn að búa sér til lestraráætlun og allt.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 14:46
1.12.04
Til hamingju með fullveldisdaginn Íslendingar.
Strumpakveðjur :)
| posted by Þórir Hrafn at 22:13
|